Hátíðarnótt í Lágafellskirkju 15.desember fimmtudaginn 15.desember
kl.20.00. Aðgangur er ókeypis.

Á tónleikunum  sem eru um klukkustundar langir, leika þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari,  Karl Olgeirsson, píanóleikari og Jón Rafnsson, bassaleikari, jólalög og sálma sem fylgt hafa íslensku jólahaldi í gegn um áratugina. Geisladiskurinn „Hátíðarnótt“ kom út fyrir jólin 2015 og síðan þá hafa þeir félagar alltaf haldið nokkra tónleika á aðventunni og leika þeir diskinn í heild sinni.

Útsetningarnar eru í rólegri kantinum og stemmningin sem myndast er bæði þægileg og afslappandi, sem áheyrendur tala gjarnan um og eru ánægðir með, – gott að koma og bara hlusta og íhuga og njóta.

Sjá nánar á https://jrmusic.is/jr-verkefni/hatidarnott/
Hátíðarnótt á Spotify –
https://open.spotify.com/album/5v1v35idmesnKlQtigEQua

Tónleikanir eru styrktir af Tónlistarsjóði. Aðgangur er ókeypis.