PáskaBRALL í safnaðarheimilinu
Skírdagur 14. apríl kl. 13 – 15
Páskabrall er fjölskylduvæn samvera þar sem við bröllum saman en um leið fræðumst við um atburði páskanna á litríkan hátt. Stöðvar með föndri, nasli, skartgripagerð, litum, fótaþvotti (já, þið lásuð rétt) en í lokin fá allir páskaegg og það sem þau bjuggu til með sér heim.
Verið hjartanlega velkomin!