Námskeiðið eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða, þar sem tónlist, sálmar, barnavísur, taktur og dans eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Áslaug Helga Hálfdánardóttir, djákni og tónlistarkennari, mun sjá um námskeiðið. Ásamt henni verður Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, starfsmaður kirkjunnar með. Námskeiðið er vikulega og hefst á fimmtudeginum 11. apríl og stendur til 9. maí. Það fellur niður 25. apríl þar sem hann ber upp á sumardaginn fyrsta. Námskeiðið verður á 3. hæð safnaðarheimilis Lágafellssóknar, Þverholti 3, frá 10:00 – 12:00. Kostnaður er 3.000 krónur. Eingöngu 14 börn komast að á hvert námskeið.Vinsamlegast tilkynnið um skráningu á gudlaughelga@lagafellskirkja.is.