Þórður Sigurðarson er orgelleikarinn í Lágafellskirkju og næstkomandi laugardag, 21. maí kl. 21, heldur hann tónleika þar með hljómsveit sinni BÖSS. Í stuttu máli er BÖSS árekstur kirkjutónlistar, djasstónlistar, progg-þungarokks og popptónlistar, flutt af framúrskarandi tónlistarmönnum sem elska að spila saman. BÖSS mun leggja kirkjuna undir flæðandi spunatónlist sína og gerir ráð fyrir því að tónlistin nái ginnhelgum hæðum í þessu fallega húsi.
Aðgangseyrir: 1.500 kr.
Hægt er að lesa nánar um viðburðin HÉR.