Vegna framkvæmda í Lágafellskirkju færast fyrirbænastundirnar sem eru ávallt á sínum stað og á sínum tíma yfir á nýjan tíma og stað. Frá og með þriðjudeginum 25. maí til 29. júní verða stundirnar í safnaðarheimilinu á þriðjudögum. Stundirnar verða því á þriðjudögum kl. 11 – 13 í samtalsherberginu á 2. hæðinni. Stundirnar fara svo í sumarfrí í byrjun júlí og halda svo áfram í Lágafellskirkju eftir sumarfrí. Nánar auglýst síðar.
Umsjón með stundinni hefur Þórdís Ásgeirsdóttir, djákni.
Allir velkomnir til fyrirbænastundar.