NTT Æði-flæði – Mánudaga kl. 16 – 17:15 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð
NTT Æði-flæði eru námskeið í 6 skiptið fyrir 9 til 12 ára krakka. Hver samvera hefst með hressingu.
Hefst 22. janúar til 26. febrúar og endar með uppskeruhátíð á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar í fjölskyldumessu 3. mars kl. 13 í Lágafellskirkju.
Á námskeiðinu verður unnið með þema æskulýðsdagsins í gegnum sköpun. Lögð verður áhersla á leiki, leiklist, föndur og skreytingargerð fyrir æskulýðsdaginn. Ókeypis námskeið en skráning nauðsynleg inn á lagafellskirkja.is

Umsjón: Bogi Benediktsson æskulýðsfulltrúi og Sólveig Franklínsdóttir.

Einnig verður í boði fyrir áhugasama eftir að námskeiðinu lýkur að fara með í ferðalag á NTT mót í Vatnaskógi dagana 15. – 16. mars (dagsheimsókn, gist í eina nótt). Það verður sungið, haft gaman á frábærum stað í góðum félagsskap, geggjaður matur, kvöldvaka ofl.! Skráning hefst þegar nær dregur hjá Boga æskulýðsfulltrúa. Þátttökugjald fyrir mótið verður auglýst síðar en haldið í lágmarki. Innifalið í gjaldinu er: Matur, gisting, rúta og dagskrá.  

Upplýsingar fyrir foreldra í tölvutæku formiUpplýsingar fyrir foreldra í tölvutæku formi