Haustönninn 2024 hefst með krílasálmum, tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 12. september kl. 10 í safnaðarheimilinu og verður í 5 skipti.
Nánar lýsing á krílasálmum:
Á Krílasálmum er foreldrum kennt hvernig nota má söng og tónlist til að auka tengsl við börnin og örva þroska þeirra en rannsóknir sýna að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Í kennslunni eru einkum notaðir sálmar og tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur, hrynleikir og þulur. Mikil áhersla er lögð á að örva skilningarvit barnanna með ýmsum aðferðum s.s. bjöllum, slæðum, reykelsi, sápukúlum og vatnsúða svo eitthvað sé nefnt.Við syngjum fyrir börnin, vöggum þeim og dönsum og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni. Það krefst ekki sérkunnáttu að syngja fyrir börnin okkar. Fyrir þitt barn er þín rödd það alfallegasta í öllum heiminum, alveg sama hvernig hún hljómar.