Allt safnaðarstarf í Mosfellsprestakalli – Lágafellssókn er rekið fyrir sóknargjöld sem ríkið innheimtir miðað við skráningu í trú- og lífskoðunarfélög sem uppfærist hvert ár frá 1. desember. Er þín skráning rétt og viltu ganga í Lágafellssöfnuð?
Söknargjöldin eru hverju trú- og lífskoðunarfélagi mikilvæg því þar er mikilvæg þjónusta, starfsemi og húsakynni sem sóknargjöldin eru nýtt til þess að styðja. Við Lágafellssókn er t.d. starf fyrir eldri borgara, æskulýðsstarf, 12 sporin, fyrirbænahópa, fermingarfræðslu, barnakóra, kirkjukór, kyrrðarbænastarf ofl. Ef þú ert utan trúfélaga rennur gjaldið í ríkissjóð. Sóknargjöldin eru því mikilvæg fyrir starfið okkar í Lágafellsókn svo við getum veitt Mosfellingum sem bestu þjónustu.
Það er einfalt að ganga í Þjóðkirkjuna sem merkir að söfnuðurinn fær félagsgjaldið þitt: