Dagskrá safnaðarstarfs
Á vegum Lágafellssóknar er margt í boði og margir sem leggja hönd á plóginn. Hér fyrir neðan má sjá fasta liði í vetrarstarfi safnaðarins
Í vetur mun Lágafellssókn vera í samstarfi með félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ, taka þátt og vera hluti af starfinu Gaman Saman. Við fáum í bland áhugaverða fyrirlesara, tónlistarfólk og aðra góða gesti í heimsókn.
Vikulegar íhugunar/kyrrðarbænar samverur eru í Lágafellskirkju, á miðvikudögum kl. 17:30 – 18:30. Byrjendur mæti kl. 17:00. Allt áhugafólk um kristna íhugun og bæn velkomið.
Kærleiksþjónustan í kirkjunni er félagslegt starf þar sem Jesús Kristur er fyrirmyndin.
Kærleiksþjónusta Lágafellskirkju er í umsjón Rut G. Magnúsdóttur , djákna Mosfellsprestakalls. Hægt er að ná í Rut í síma 862 2925 eða á netfangi hennar.
Pjónakaffi er í safnaðarheimilinu annað hvert fimmtudagskvöld kl. 19:30 – 21:30 yfir vetrartímann. Góðar samverur.
Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd frá frumkristni.
Eru haldnir að Mosfellskirkju á hverju vori. Auglýst þegar nær dregur og aðstæður leyfa.