Dagskrá vorönn 2025
Fylgist líka með á instagram: lagafellskirkja og osom.270
Þriðjudagur 4. mars 2025 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili – Blöðrublak
Þriðjudagur 11. mars 2025 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili – GagaBall
Þriðjudagur 18. mars 2025 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili – Undirbúningur fyrir landsmót
Föstudagur 21. mars 2025 – Sunnudagur 23. mars 2025 kl. 00:00 – Landsmót ÆSKÞ.
Þriðjudagur 25. mars 2025 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili – Frí eftir mót
Hér í Lágafellssókn er öflugt æskulýðsstarf fyrir unglinga i 8., 9. og 10. bekk. Æskulýðsfélagið ósoM hittist á þriðjudagskvöldum kl. 20 – 21:30 (húsið opnar kl. 19:30) að Þverholti 3, 2. hæð. Á dagskránni eru leikir, flipp og fjör. Það kostar ekkert að mæta í ósoM nema ef við ætlum í ferðir. Á hverju ári er farið í tvær ferðir, ein á haustönn: Æskulýðsmót ÆSKH 15. – 17. nóvember í Vatnaskógi og ein á vorönn: Landsmót ÆSKÞ 21. – 23. mars, staðsetning auglýst síðar. Hægt er að fylgjast með dagskránni í ósoM hér og á facebook & instagram síðu Lágafellskirkju & instagram síðu ósoM ósoM á instagram
Umsjón með æskulýðsstarfinu hafa Thelma Rós Arnardóttir æskulýðsfulltrúi, Petrína og Sigurður Óli.
Allir unglingar velkomnir!
Landsmótmót ÆSKÞ helgina 21-23 Mars í Vatnaskógi
Landsmót er fyrir unglinga í 8.- 10. bekk (fædda 2009-2011).
Yfirskrift landsmóts í ár er: Sælir eru …
Fjallað verður um Sæluboðin í orði og verki. Boðið verður uppá smiðjur sem fjalla um hvað það er sem lætur einstaklingnum líða vel. Vinátta, heilsa, hreyfing, trúarlíf, hvíld, sköpun og margt margt fleira eru allt hlutir sem auka hjá okkur og öðrum sælu.
Hvað er að vera friðflytjandi, hjartahreinn, hógvær og miskunnsamur?
Saman með kærleika, umhyggju og virðingu getum við fundið nýja styrkleika, skemmtun og skilning á okkur sjálfum og hjá hvert öðru og í umhverfinu okkar.
Hæfileikakeppni verður á sínum stað og nýjung í ár: Hönnunarkeppnin ÆskuList. Keppnin snýst um það að hvert æskulýðsfélag getur skráð sig til þátttöku og hannar og kemur með flík, fatnað eða búning, listaverk eða hlut. Keppnin fer fram á Landsmóti með sýningu og kosningu dómnefndar. Þessi nýjung er tilkomin til auka á fjölbreytni dagskrárliða og til að koma til móts við enn fleiri áhugasvið unglinganna. Með þessu erum við að opna á möguleika þess að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og gera undirbúning hópanna ánægjulegri.
Litur Landsmóts 2025 er Appelsínugulur og verður liturinn meginþema Hæfileikapenninar og ÆskuList.