Í gær 27. mars var útksrift frá farskóla Þjóðkirkjunar. Farskólinn er ætlaður fyrir leiðtogaefni kirkjunar til þess að læra undirstöðu atriðin í því hvernig á að sjá um kirjustarf. Allt frá því að læra skemmtilega leiki og hvernig á að stjórna hóp upp í að hvernig á að bregðast við erfiðum fréttum frá þátttakendum. Skólinn er mikilvægur partur í menntun leiðtoga sem koma að barnastarfi. Við í Lágafellskirkju erum svo heppin að eiga einn nemanda í þessum útskrifarhóp. Petrína okkar hefur starfað sem aðstoðar leiðtogi í starfinu hjá okkur í vetur og óskum við henni innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Við hlökkum til að vinna meira með henni og hinum sem að útskrifuðust úr skólanum í vor. Lágafellskirkja mun senda fleiri nemendur á næsta ári til þess að efla starfið í kirkjunni okkar
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
28. mars 2019 13:15