Í desember verður sunnudagaskólinn með smá breytingum,
2. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu, þá ætlum við að kveikja á fyrsta kertinnu á aðventu kransinum. Syngja nokkur jólalög og heyra jólasögur t.d. um jólatré. Stundinn er klukkan 13:00 í Lágafellskirkju
9. desember munum við fá heimsókn frá Stoppleikhópnum. Þau munu sýna okkur leikritið Sigga og Skessan í jólaskapi. Sýningin hefst kl 13:00 svo gott að koma fyrr og fá góð sæti. Eins og alltaf í sunnudagaskólanum er frítt inn.
16. desember verður aðventustund barnanna, þar kveikjum við á þremur kertum á aðventukransinum, við ætlum að syngja jólalög og heyra jólasögu. Hver veit hvort að það komi kannski gestur í heimsókn? ATH Stundinn er kl 11:00 í Lágafellskirkju
24. desember Jólastund barnanna, hugljúf stund þar sem farið verður í jólaguðspjallið og sungin öll hátíðlegustu jólalögin. Stundin er kl. 13:00.
Hlakka til að sjá ykkur sem oftast í desember Bella Æskulýðsfulltrúi.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
28. nóvember 2018 16:23