Nú er prjónakaffi Lágafellssóknar byrjað aftur. Prjónakaffi eru samverur sem öllum eru opnar og sameinar fólk krafta sína í saumaskap. Hópurinn hefur prjónað fyrir hjálparstofnun kirkjunnar og hefur Ístex verið þeim innan handar og gefið garn til að prjóna úr. Hópurinn kemur saman annaðhvert fimmtudagskvöld á 2. hæð safnaðarheimilisins að Þverholti 3. STundirnar hefjast kl. 19:30 og lýkur um 22:00. Næsta kaffi er fimmtudagskvöldið 4. október. Þá hittist hópurinn 18. október, 1., 15., og 29 nóvember. Afrakstur prjónakaffisins hefur verið afhentur hjálparstarfi kirkjunnar á aðventukvöldi Lágafellssóknar hvert ár. Öll þau sem áhuga hafa eru velkomin í prjónakaffi.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
3. október 2018 15:48