Í vetur, veturinn 2018 – 2019 verður eins og undanfarið boðið uppá andlegt ferðalg í anda Tólf sporanna í Mosfellsbæ. Sporin eru unnin eftir kerfi þar sem tekist er á við óuppgerðar tilfinningar. Flestum okkar hættir til að dragnast með slíkt í gegnum lífið með tilheyrandi þjáningum og ójanfvægi. Ekki er horft á fíkn sérstaklega. Kynningarfundur verður FIMMTUDAGINN 4. október 2018 kl. 19:00 og í framhaldi verða opnir kynningarfundir næstu 3 fimmtudaga á eftir. Eftir það er hópunum lokað en það er eðlis þess starfs að það er unnið í lokuðum hópum þar sem trúnaður myndast til að takast á við óuppgerðar tilfinningar. Fundirnir eru haldnir í safnaðarheimilinu á fimmtudögum. Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér á síðu kirkjunnar: https://www.lagafellskirkja.is/fullordnir/12-spor-andlegt-ferdalag/
Hægt er að finna meiri upplýsingar um samtökin vinir í bata á heimasíiðu samtakanna: www.viniribata.is
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
5. september 2018 14:46