Fimmtudaginn 9. nóvember taka fermingarbörn í Lágafellssókn þátt í landssöfnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörn í sókninni í hús með innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar og safna fyrir vatnsbrunnum frá kl. 17-20. Fermingarbörnunum hefur verið mjög vel tekið undanfarin ár. Þessi söfnun vegur þungt í fjáröflun Hjálparstarfs kirkjunnar. Fjármununum hefur verið varið í ýmis verkefni í Afríku þar sem Hjálparstarfið hefur átt gott samstarf við heimamenn. Við hvetjum Mosfellinga til að taka vel á móti þessum duglegu börnum sem vilja leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
8. nóvember 2017 10:05