Taizeguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 8. október kl. 20:00
Þar mun Þórður Sigurðarson, organisti leiða safnaðarsönginn ásamt kirkjukórnum. Taizé guðsþjónustan á uppruna sinn að rekja til Suður Frakklands nánar tiltekið til bæjarins Taizé. Söngurinn byggist á endurteknu söngstefi sem kallar fram hughrif kyrrðar. Prestur: Sr. Arndís Linn