Foreldramorgnar hjá okkur hér í Lágafellskirkju byrja á fimmtudaginn , 14. september kl. 10:00 og verða í allan vetur á fimmdögum milli 10:00 og 12:00. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir djákni og kennari og Hildur og Lilja húsmæður safnaðarheimilisins.
Þann 14 kemur Guðmundur Ingi Rúnarsson í heimsókn og kennir réttu handbrögðin við skyndihjálp barna. Fræðsla á hasutönn verður meðan annars:
- Fræðsla frá Heilsugæslunn um umönnun ungbarna.
- Svefnvenjur barna – svefnráðgjafi kemur í heimsókn.
- Ungbarnanudd – nuddari kemur og kennir réttu handtöin.
Þá verða farnar heimsóknir í nærumhverf á bókasafnið og á skiptifatamarkað Rauðakrossins.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
12. september 2017 14:34