Við byrjum hauststarfið í Lágafellssóknar með fjölskylduguðsþjónustu í Lágafellskirkju sunnudaginn 10. september kl. 11:00. Fjölskylduguðsþjónustan er með léttu yfirbragði og miklum söng. Báðir prestar safnaðarins sr. Arndís Linn og sr. Kristín Pálsdóttir þjóna í guðsþjónustunni. Organistinn, Þórður Sigurðarson verður á píanóinu og stýrir söngnum okkar. Við hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra til að mæta í fjölskylduguðsþjónustuna og hefja þannig fermingarveturinn ! Verið öll hjartanlega velkomin !
Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju kl. 13:oo. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Þórður organisti.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
8. september 2017 13:40