Bæna og minningastund verður í Lágafellskirkju 6.nóvember. kl. 11:00
Notaleg og friðsæl stund þar sem við gefum okkur tíma til að heiðra og minnast ástvina sem fallið hafa frá. Öllum gefin kostur á að tendra á minningar og bænaljósi.
Í hröðu samfélagi höfum við stundum ekki tök á að setjast niður og gefa okkur tíma til að minnast og jafnvel sakna. Guðþjónustan verður ljúf stund sem hver og einn getur notið á sinn hátt. Hlustað á hvað Jesús sagði um sorgina og staldrað við og notið fallegs söngs. Vorboðarnir sjá um söngin í þessari guðþjónustu. Organisti er Hrönn Helgadóttir Umsjón hafa sr. Arndís Linn og Rut G. Magnúsdóttir djákni.
Vertu velkomin á þínum forsendum og hvíldu í faðmi Guðs í kirkjunni þinni, Lágafellskirkju.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
2. nóvember 2016 10:27