Á miðvikudaginn 7. október er komið að fyrst fræðslu haustsins á Foreldramorgnum. Kristín Einarsdóttir íþrótta og grunnskólakennari kemur og kynnir Leikur að læra . Hún hefur verið að þróa kennsluaðferð sem hún kallar Leikur að læra þar sem börnum á aldrinum 2- 10 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki og hreyfingu. Markmið „Leikur að læra“ er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri á læra í gegnum leiki og hreyfingu. Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfingin gefur og geta nýtt sér í framtíðinni. Kynning Kristínar hefst kl. 10:30. Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga frá 10 til 12.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
5. október 2015 12:54