Fyrsta guðsþjónusta maí mánaðar í Lágafellskirkju er hreyfimessa. Þar verður fjallað um mikilvægi reglulegar hreyfingar í lífinu. Lesnir verða göngulestrar úr Biblíunni, sungnir hressilegir sálmar og nokkrar einfaldar æfingar kenndar sem hjálpa okkur að endurræsa og tengja líkmann og andann. Árni Svanur Daníelsson vefprestur og Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur þjóna í messunni. Sönghópurinn Boudoir syngur undir stjórn Julian Hewlett. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Kirkjuvörður er Arndís Linn.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
30. apríl 2015 11:49