Ferð í Vatnaskóg

Síðastliðin ár hefur fermingarbörnum boðist að fara í fermingarferðalag í Vatnaskóg þar sem dvalið er eina nótt. Í Vatnaskógi er einstaklega góð aðstaða fyrir börnin og hafa ferðirnar verið ákaflega velheppnaðar. Komið er að morgni í Vatnaskóg, gist eina nótt og komið heim um miðjan næsta dag.

Fermingarferðin haustönn 2024 verður sem hér segir:

  • 7. – 8. október= Kvíslarskóli og Reynivallaprestakall

  • 14. – 15. október= Lágafellsskóli og Helgafellsskóli

 -Nánari upplýsingar um fermingarferðirnar

Kostnaður / greiðsla:
Ferðin er niðurgreidd af sóknarnefnd Lágafellssóknar og héraðssjóði Kjalarnesprófastsdæmis. Fermingarbörnin greiða kr. 9.000.
Þegar nær dregur verður foreldrum-og forráðamönnum fermingarbarna send slóð til þess að skrá í ferðalagið. Í gegnum það kerfi er hægt greitt fyrir ferðina og þar með telst barnið skráð í ferðalagið.

Upplýsingar og samskipti:
Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að geta þess bréflega ef gæta þarf sérstaklega að líðan og heilsufari fermingarbarns, fæðuóþol lyf og þess háttar. Allir eiga að fá að njóta dvalarinnar. Við kappkostum því að vera góðir félagar og sýnum tillitsemi í samskiptum. Þeir sem vísvitandi reyna að eyðileggja dvölina fyrir öðrum eru sendir heim á eigin kostnað.

Þátttaka:
Þess er vænst að allir þátttakendur taki þátt í öllum dagskrárliðum nema annað sé sérstaklega tekið fram. Umgengni sýnir innri mann.
Við göngum vel um húsnæði og eigur Vatnaskógar. Ef einhver verður vísvitandi valdur að tjóni bætir viðkomandi fyrir það. Óheimilt er að fara inn og út um glugga.

Bátar:
Bátar eru lánaðir ef veður leyfir. Um bátana og vatnið gilda reglur sem þátttakendum ber að kynna sér og virða.
Vatnið. Ef vatnið er ísilagt getur ísinn verið varasamur. Farið aldrei út á ísinn nema með sérstöku leyfi starfsmanna.

Kvöldró:
Mjög mikilvægt er að allir virði auglýsta kvöldró svo að dvalargestir og starfsfólk fái notið nægrar hvíldar.

Sú breyting verður gerð frá og með hausti 2022 að börn sem ekki eru skráð í fermingarfræðslu geta ekki tekið þátt í ferðinni í Vatnaskóg.