Stundaskrá
Fermingarfræðsla veturinn 2024-2025 verður kennd í húsakynnum Lágafellssóknar, Þverholti 3, á 2. & 3. hæð. Foreldrar- og forráðamenn fermingarungmenna þurfa að skrá sín ungmenni í fermingarfræðslutíma (A, B, C, D, E, F, G eða H) sem hefjast fljótlega eftir skóla.
Skráning til þess að skrá í fermingarfræðslutíma hefst þriðjudaginn 10. september kl. 9 á bakvið þessa SMELLU.
Fermingarfræðslan hefst svo 17. og 18. september á haustönn og á vorönn hefst fræðslan 14. og 14. janúar. Tímataflan er sem hér segir:
Þriðjudagar
Miðvikudagar
Umsóknir um breyttan fermingarfræðslutíma berist á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is
Kennsluáætlun
Í vetur verður stuðst við fermingarefni sem fræðslusvið Biskupsstofu hefur gefið út. Efni heitir AHA ! og er námsefnið byggt á hugmyndafræði og rannsóknum jákvæðrar sálfræði og er rauði þráðurinn í efninu hafður eftir orðum Jesú Krists: ,,Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig “
Fræðarar og aðrar upplýsingar
Fermingarfræðarar eru: Sr. Arndís Linn, sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Henning Emil Magnússon og sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.
Auk fræðarana verður starfsfólk í viðveru.
Kynningarfundur með foreldrum fermingarbarna verður haldinn fimmtudaginn 5. september kl. 17:30 (Kvíslarskóli) og kl. 18:30 (Helgafells- og Lágafellsskólar) í safnaðarheimilinu, 3. hæð.
Fermingarfræðslugjald er kr. 21.830 og verður innheimt með greiðsluseðli í heimabanka. Gjaldið er samkvæmt viðmiðurnargjaldskrá Prestafélags Íslands, sjá hér: https://prestafelag.is/gjaldskra/
Nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á heimasíðu safnaðarins: www.lagafellskirkja.is eða á netfangi Lágafellssóknar: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is
Börn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta í guðsþjónustur í kirkjum safnaðarsins yfir veturinn til þess að kynnast kirkjustarfinu.
Með bestu kveðjum
Prestar og starfsfólk Lágafellssóknar.