Fyrstu fermingarguðsþjónusturnar í Mosfellsbænum verða 17. mars í Lágafellskirkju. Sú fyrri hefst kl. 10:30 og verða 14. börn fermdi í þeirri athöfn. Síðari athöfnin hefst kl. 13:30 og þá munu 8 börn gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Báðir prestar safnaðarins, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr Skirnir Garðarsson þjóna í athöfnunum og skiptast á að leiða helgihaldið. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng undir styrkri stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Í báðum athöfnum syngur Gyrðir Viktorsson einsöng og Greta Salóme Stefánsdóttir leikur á fiðlu.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
14. mars 2013 15:11