Mætt: Runólfur Smári, Jón Þórður, Svanhildur, Vallý, Herdís, Helga, Páll, Skírnir, Ragnheiður og Hreiðar Örn. Boðuð forföll: Gylfi, Ólína og Fríða.
1.       Fundur settur
 Formaður setti fundinn kl. 17:10
 
2.       Ritningarlestur – bæn
Sr. Ragnheiður las úr 14 kafla Lúkasarguðspjalls. Að lestri loknum leiddi hún fundarmenn í bæn
3.       Fundargerð síðasta fundar frá 11.01.2012 
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.
4.       Safnaðarstarfið
Ragnheiður fór yfir stöðu mála í safnaðarstarfinu. Það gengur vel á öllum vígstöðvum. Messusókn er góð. Framundan er TAIZE messa næstkomandi sunnudag sem er fyrsti dagur í kærleiksvikunni í Mosfellsbæ. Þann dag verður einnig leikbrúðusýning um selinn Snorra í sunnudagaskólanum. Þegar lengra er litið þá er undirbúningur hafin að U2 messu sem haldin verður í Lágafellsskóla 4. mars næstkomandi. Útvarpsmessa verður 18. mars. Ekki er búið að fastsetja lesara í guðsþjónustunni þannig að ef einhverjir innan sóknarnefndar hafa áhuga á að lesa ritningarlestra, er þeim bent á að hafa samband við sr. Ragnheiði.
 
5.       Vísitasía prófasts
Undirbúningur vegna heimsóknar prófast er kominn af stað. Talað um að starfsfólk kynni starf sitt á fundi með prófasti. Spurning kom upp hvort það ætti að taka upp þær kynningar til að auðvelda skráningu á þeim. Engin ákvörðun tekin með það.
6.       Kirkjugarðar
Farið var yfir kostnaðargreiningu Kjartans Mogensen á hans vinnu vegna kirkjugarðsins að Mosfelli. Kostnaður hans er á bilinu 350.000 til 707.000. og fer það allt eftir umfangi verkefnisins. Ákveðið var að fá Kjartan til verksins. Framkvæmdanefnd fundar bráðlega með honum og fara yfir aðgerðaplan fyrir þetta ár.
Hreiðar fór yfir skoðun hans á kostnaði við sumarhirðingu garðsins hjá nágrannakirkjugörðum. Málið enn í vinnslu og verður tekið fyrir síðar.
 
7.       Fjárhagsáætlun  / bókhald
Áætlunin er að mestu tilbúin. Beðið er eftir tölum frá hinu opinbera og frá Kirkjugarðasambandinu vegna kirkjugarðanna. Þær tölur birtast á næstu vikum.
Hreiðar hefur rætt við endurskoðandann um að við tökum að okkur meiri vinnu við bókhaldið og þannig gætum við sparað töluvert undir þeim lið. Hreiðar vinnur að nánari útfærslu málsins.
8.       Önnur mál
Skírnir sagði frá upplifun sinni vegna kertabruna í heimaskírn um síðustu helgi. Talaði hann um nauðsyn á brunaæfingum í safnaðarheimilinu og kirkjunum. Hann kynnti þetta líka fyrr um daginn með starfsfólkinu og var það ákveðið að hafa brunaæfingu. Hreiðar er að skoða mögulega aðkomu slökkviliðsins við þá æfingu.
Gylfi Dalmann er fluttur úr sókninni. Hann mun starfa með okkur fram að aðalsafnaðarfundi.
Ekkki fleira gert
Fundi slitið kl. 18:05
HÖZS

Guðmundur Karl Einarsson

7. febrúar 2012 18:48

Deildu með vinum þínum