Fundur settur
Formaður sóknarnefndar Runólfur Smári setti fundinn kl. 17:12
Ritningarlestur – bæn
Sr. Ragnheiður las úr fyrra Pétursbréfi 4 kafla.
Að loknum lestri leiddi hún fundamenn í bæn.
En endir allra hluta er í nánd. Verið því gætin og algáð til bæna. Umfram allt hafið brennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda.Verið gestrisin hvert við annað án þess að mögla. Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu. Notið þær og þjónið hvert öðru eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs. Sá sem talar flytji Guðs orð, sá sem þjónar sýni að Guð gefi máttinn til þess. Verði svo Guð vegsamaður í öllum hlutum fyrir Jesú Krist. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen.
Fundargerð síðasta fundar frá 6. 09.2011 var samþykkt.
Safnaðarstarfið
Fermingarferðalagið
Sr. Ragnheiður fór yfir fyrirkomulag fermingarnámskeiðanna í Vatnaskógi. Hreiðar kynnti fjárhagsáætlun vegna þessara námskeiða og var hún samþykkt. (sjá meðf)
Djáknavígsla (Rut G Magnúsdóttir)
Sr. Ragnheiður sagði frá djáknavígslu Rutar, en hún var vígð til starfa fyrir Lágafellsskóla. Sr. Ragnheðiur færði henni gjöf frá söfnuðinum í tilefni vígslunnar. Fyrirhuguð er innsetningarmessa í byrjun nóvember.
Samverustund 1. des (umsjón- sóknarnefnd)
Umsjón með skipulagi samverustundarinnar hafa þeir Runólfur og Gylfi.
Þakkarhóf
Umsjón með henni hafa þur Valgerður og Jón Þórður ásamt Hreiðari. Tímasetning er hugsuð 1.11.2011.
Starfsmannamál
Í framhaldi af erindi Arndísar frá síðasta fundi kynnti Hreiðar hvar málið væri statt. Búið er að staðsetja hana í launaflokka samkvæmt kjarasamning Þjóðkirkjunnar og Fræðagarðs. Næstu skref eru að setja niður starfsliði í viðbót við hennar samning.
Fundur með bæjarstjóra
Runólfur sagði frá fundi fulltrúa sóknarnefndar með bæjarstjóra. Eftirtaldir eru vinnupunktar frá þeim fundi:
Ekki er frágenginn samningur milli bæjar og kirkju.
Lóðamál eru ófrágengin.
Hvað vill sóknarnefnd?
Manna þarf byggingarnefnd
Mál ófrágengin við fjárhagsráð kirkjunnar.
Fjáröflunarmódel – Hvað þarf til?
Hvar er mesta þörfin?
Skilgreina þarf áfanga.
Skipan í nefndir
Þessum lið var frestað til næsta fundar
Önnur mál
Formannafundur
Runólfur sagði frá fundi formanna sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi með prófasti. Sjá meðfylgjandi fundargerð formannafundar
Leiðaþing
Leiðarþing er nokkurs konar auka-héraðsfundur prófastsdæmisins og er haldinn í aðdraganda kirkjuþings á hverju hausti. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu sömuleiðis.
Dagská þingsins er á þessa leið:
kl. 17.30 helgistund í Útskálakirkju
kl. 18.00 í Gerðaskóla
a) Ávarp prófasts
b) Reikningar sókna og kirkjugarða lagðir fram
c) Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram
d) Fjárhagsáætlun héraðsfundar lögð fram
Fyrirspurnir og umræður
kl. 19.00 kynning á ferð kirkjuþingsfulltrúa prófastsdæmisins til Hannover
kl. 19.30 kvöldverður
kl. 20.15 skýrslur sókna (lið frestað frá héraðsfundi). Almennar umræður
kl. 21.30 fundarslit
Erindi frá Organista
Erindi hefur borist frá organista varðandi svigrúm í fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Málinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerðar
Helga Hinriksdóttir tók til máls og vildi hrósa safnaðarstarfinu. Hún minntist einnig á upplifun sína við Alþingishúsið í gær, þar sem henn fannst miður að Dómkirkjan skildi ekki vera upplýst á þessum tímum og jafnvel boðið fólki til bænagjörðar og kaffi í forkirkju.
Ekki fleira gert – fundi slitið kl. 18:15
HÖZS
Guðmundur Karl Einarsson
4. október 2011 18:46