Mætt: Hilmar, Ragnheiður, Skírnir, Vallý, Kristján, Kjartan, Karl og Hreiðar.
Boðuð forföll: Svanhildur
Fundur settur
Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.
Orð og bæn.
Sr. Skírnir las úr 31 Davíðssálmi, leiddi hann síðan fundarmenn í bæn.
Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar
Fundargerð síðasta fundar var dreift. Fundargerðin samþ. Fundargerðin er á heimasíðu safnaðarins.
 .
Afleysing organista
Þrír organistar haf sýnt áhuga til að leysa af í leyfi Jónasar. Búið er að funda með tveimur. Fundað verður með síðasta organistanum eftir messu næstkomandi sunnudag. Vinnuhópnum falið að klára málið.
Fundur með fjárhagsráði mánudaginn 14. júní kl. 13:30
Fundur verður haldinn næstkomandi mánu dag á biskupsstofu. Á þann fund fer framkvæmdanefndin ásamt Jóni Þórði, vara safnaðarfulltrúa.Kristján mun kynna vinnu okkar í kirkjubyggingarmálum.
Önnur mál
            Skoðunarferð / vettvangsferð
Farið verður í skoðunarferð um kirkjur, safnaðarheimili og kirkjugarða safnaðarins kl. 15:00 á mánudag.
Fjárhagsáætlunarvinna
Sóknarprestur spurði um gerð fjárhagsáætlun þessa starfsárs og hvað sóknarnefnd hugðist gera vegna lækkunar á tekjum safnaðarins. Fundur vegna fjárhagsáætlana safnaðarins verður haldin um miðjan ágúst. Formaður boðar til fundar.
Ekki fleira gert
HÖZS

Guðmundur Karl Einarsson

10. júní 2010 18:43

Deildu með vinum þínum