Dagskrá haustönn 2024 - í vinnslu!
Þriðjudagur 26. nóvember 2024 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM – Þrjátíu. Safnaðarheimili
Fimmtudagur 5. desember 2024 kl. 17:00 – Æskulýðsstarfið ósoM – Jólapeysuskautasamvera ÆSKH.
Þriðjudagur 14. janúar 2025 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili
Þriðjudagur 21. janúar 2025 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili
Þriðjudagur 28. janúar 2025 kl. 19:30 – Æskulýðsstarfið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk). Safnaðarheimili
Hér í Lágafellssókn er öflugt æskulýðsstarf fyrir unglinga i 8., 9. og 10. bekk. Æskulýðsfélagið ósoM hittist á þriðjudagskvöldum kl. 20 – 21:30 (húsið opnar kl. 19:30) að Þverholti 3, 2. hæð. Á dagskránni eru leikir, flipp og fjör. Það kostar ekkert að mæta í ósoM nema ef við ætlum í ferðir. Á hverju ári er farið í tvær ferðir, ein á haustönn: Æskulýðsmót ÆSKH 15. – 17. nóvember í Vatnaskógi og ein á vorönn: Landsmót ÆSKÞ 21. – 23. mars, staðsetning auglýst síðar.
Hægt er að fylgjast með dagskránni í ósoM hér og á facebook & instagram síðu Lágafellskirkju.
Umsjón með æskulýðsstarfinu hafa Bogi Benediktsson æskulýðsfulltrúi, Petrína og Sigurður Óli.
Allir unglingar velkomnir!
Dagskráin í ósoM haustið 2024 í pdf formi!
Æskulýðsmót ÆSKH helgina 15. – 17. nóvember í Vatnaskógi
Skráning er hafin hjá þínum leiðtoga í ósoM.
Mótsgjaldið er 17.000 kr. en eins og áður hefur sóknarnefnd Lágafellssóknar ákveðið að niðurgreiða mótsgjaldið og er það því 10.000 kr. á hvern ungling! Innifalið í því gjaldi er rúta, gisting, matur og dagskrá. Bæði er hægt að koma með þátttökugjald í pening eða millifæra fyrir þriðjudaginn 12. nóvember ásamt leyfisbréfi. Ef millifæra: kt.: 710169-3229 Rkrn: 0315-26-010789 og senda kvittun á: bogi@lagafellskirkja.is
Skráningu lýkur þriðjudaginn 12. nóvember.Bakvið þessa SMELLU er leyfisbréfið sem þarf að skila með mótsgjaldinu. Hér fyrir neðan er dagskrá mótsins =)
Við viljum að sjálfsögðu að öll hafi jöfn tækifæri til að fara á mótið. Þau unglingar sem ekki sjá sig ekki fært að fara á mótið vegna einhverra ástæðna geta beðið foreldra ykkar að hafa samband við Jóhönnu Ýr framkvæmdastjóra Lágafellssóknar n: johannayr@lagafellskirkja.is ef þið óskið eftir aðstoð til að komast á mótið.