Kl. 13: Jól í skókassa sunnó í Lágafellskirkju.
Opið (skrúð)hús þar sem allir geta undirbúið skókassa gjafir fyrir verkefnið.
Við reddum tómum skókössum, pappír og öðru til að pakka inn.
Hægt er að koma með gjafir til að setja í kassana eða bara pakka inn skókassa sem hjálpar verkefninu. Djús, ávextir og heitt á könnunni í notalegri stemningu.
Verkefnið Jól í skókassa hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú! Síðan 2004 hafa Íslendingar sent jólapakka til barna á munaðarleysingjahælum í Úkraínu og hefur KFUM&K á Íslandi haldið utan um verkefnið. Skilafrestur til að skila inn skógjöfum er til laugardagsins 9. nóvember að Holtavegi 28, RVK.
Við bjóðum einnig Mosfellingum að skila skókössunum til okkar, næsta sunnudag eða á opnunartíma safnaðarheimilisins, Þverholti 3.
Kl. 13: Alþjóðakaffi í safnaðarheimilinu, Þverholti 3.
Opið hús fyrir fólk af erlendum uppruna. Mánaðarlegir hittingar fyrsta sunnudag í hverjum mánuði.
Umsjón: sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.
Hægt að hafa samband við hana í n: gudlaughelga@lagafellskirkja.is
Kl. 20: Allra heilagra messa í Lágafellskirkju
Látinna minnst með bænum, tónlist og ljós tendruð í minningu þeirra.
Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöngin. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir leiðir stundina. Hressing í skrúðhúsi eftir messu.
Öll velkomin!
Bogi Benediktsson
30. október 2024 11:09