Nú á haustmánuðum hefur verið lagt kapp á vinnu við nauðsynlegar framkvæmdir bæði við Mosfellskirkju og Lágafellskirkju.

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja hefur verið lokuð vegna mygluskemmda frá því í vor. Sóknarnefnd Lágafellssóknar tók þá ákvörðun á fundum sínum í haust að hefja endurbætur á Mosfellskirkju til að koma í veg fyrir frekari skemmdir sem og að opna kirkjuna að nýju. Mosfellskirkja í Mosfellsdal var vígð 4. apríl 1965 og fagnar því 60 ára vígsluafmæli á næsta ári. Stefnt er að hátðíðarhöldum að framkvæmdum loknum. Mosfellskirkja er gerð eftir teikningu Ragnars Emilssonar.

Lágafellskirkja

Komið var að nokkru viðhaldi á Lágafellskirkju. Því er nú unnið að lagfæringum á tröppum við skrúðhús kirkjunnar en við þessar endurbætur mun aðgengi fyrir öll bætast til mikilla muna. Fleiri framkvæmdir eru í gangi, við skrúðhúsið hefur ný eldhúsinnrétting verið sett upp og mun þar einnig verða málað innandyra fyrir jól.

Bogi Benediktsson

21. október 2024 08:53

Deildu með vinum þínum