Sóknarnefndarfundar 10. september 2024 kl. 17:00.
Mætt: Guðmundur Jónsson, sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, Sigurður Óli, Ólína Kristín Margeirsdóttir, María Marta Sigurðardóttir, Brynhildur Sveinsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Rafn Jónsson, og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Sr. Henning kom inn á fundinn 18:10.
1.
Formaður setti fundinn
2.
Prestur leiddi fundinn úr hlaði
3.
Bráðnauðsynlegar framkvæmdir við Mosfellskirkju (Rafn)
Rafn fór yfir þær framkvæmdir sem þarf að fara í við Mosfellskirkju. Einar Gunnarsson, húsasmíðameistari hefur tekið kirkjuna út og greint verkefnið. Drena þarf sökkul, setja þarf upp loftskiptikerfi til að tryggja loftstreymi í kirkjunni. Loftskiptikerfið er hitakerfi einnig og lækkar kyndikostnað. Þetta telur smiðurinn vera fyrstu tvö verkefnin sem bregðast þurfi við til að bjarga kirkjunni frá frekari skemmtum. Eina rúðu þarf að endurnýja. Framkvæmdastjóra verði falið að vera í samskiptum við Minjavernd og upplýsa um þessar framkvæmdir. Umræður voru undir þessum lið um fyrirhugaðar framkvæmdir þar með talið það sem hefur áður verið gert. Rafn formaður leggur til við sóknarnefndina að byrja á þessum verkefnum núna.
Gróf kostnaðaráætlun
Dren – 3.000.000.-
Loftskiptikerfi – 2.500.000.-
Rafn leggur til að sett verði loftskiptikerfi í Lágafellskirkju í leiðinni.
Hugmyndin er að fara markvisst í þessar framkvæmdir, gera verksamning við Einar um verkin eins og við á. Aðal verkefnið núna er að stöðva skemmdir. Undir þessum lið umræða um ýmsar fjáröflunarleiðir, einnig samtal við bæjaryfirvöld sem verði þá á verksviði framkvæmdastjóra.
Rafn sóknarnefndarformaður leggur til við sóknarnefnd að farið verið í að setja upp loftskiptikerfi í Mosfellskirkju og Lágafellskirkju. Einnig verið drenað í kringum Mosfellskirkju og rotþró lagfærð. Framkvæmd upp á 8.000.000.- Samþykkt samhljóða.
Rafn lagði til að skipuð verði framkvæmdanefnd í kringum þetta verkefni. Lagt til að framkvæmdastjóri, formaður og gjaldkeri skipi nefndina. Samþykkt samhljóða.
4.
Tröppur inn í skrúðhús Lágafellskirkju. Rafn sagði frá hugmyndum að lagfæringum á tröppum og aðkomunni. Einar Gunnarsson, hitti formann, framkvæmdastjóra og kirkjuvörð og fór yfir mögulegar lausnar sem tryggja aðgengi fyrir alla. Lengja tröppur fram, setja hita undir pallinn, byggja ramp úr timbri með fram skrúðhúsi sem tengist tröppum. Næstu skref skipta út hurð og stækka hurðargat sem og setja upp snjógildrur fyrir ofan hurð. Sóknarnefnd var sammála því að formaður óski eftir verksamningi við Einar Gunnarsson vegna endurbóta á tröppum.
5.
Eldhús í skrúðhúsi – lagt til að sóknarnefndin samþykki að fela kirkjuverði að ganga í þessa framkvæmd. Samþykkt samhljóða. Umræður um að kominn sé tími á endurbætur innandyra á skrúðhúsi. Framkvæmdastjóra falið að ræða við Björn Inga málarameistara um mögulegar lausnir til endurbóta.
6.
Anddyri –Jón Guðmundsson arkitekt heftur teiknað upp nokkrar tillögur að nýju anddyri. Rafn lagði fram teikningar á fundinum. Umræður um leiðir. Haraldur gjaldkeri heldur áfram með verkefnið.
7.
Kirkjukórinn – sóknarnefndarformaður sagði frá fundi hans, sóknarprests, organista og tveggja fulltrúa úr kórnum. Í framhaldi var haldinn góður fundur með kórnum. Ákveðið að auglýsa eftir fleiri félögum í kórinn.
8.
Fjárhagsáætlun starfsmanna til áramóta – farið gróflega yfir fjárhagsáætlun. Framkvæmdastjóri kynnir ítarlega á næsta sóknarnefndarfundi.
9.
Önnur mál
a.
Framkvæmdastjóri sagði frá Innsetningarmessu prestanna þriggja og messukaffi á eftir. Messan verður 22. September kl. 11:00.
b.
Rafn sagði frá fundi með framkvæmdastjóra og Baldri Maack rafvirkja sem skoðuðu lýsingu og tillögu að breytingum í
Ledlýsingu
við Lágafellskirkju. Baldur ætlar að setja saman kostnaðaráætlun.
c.
Næsti sóknarnefndarfundur verður 25. september kl. 17:00.
Fundi slitið 18:34.

Bogi Benediktsson

2. október 2024 13:21

Deildu með vinum þínum