Sóknarnefndarfundar 13. ágúst 2024

Mætt: Örn Gunnarsson, Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, Brynhildur Sveinsdóttir, Guðmundur Jónsson, Örn Jónasson, Pétur Magnússon, Ólína Kristín Margeirsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Rafn Jónsson, Haraldur Sigurðsson, séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

  1. Fundur settur. Rafn Jónsson formaður setti fundinn og bauð nýja fulltrúa velkomna auk nýja framkvæmdastjórans.
  2. Sóknarprestur leiðir fundinn úr hlaði og fór með bæn. Sagði stuttlega frá sumrinu og því sem fram undan er. Sumarnámskeiðum er í senn að ljúka en þau hafa gengið afar vel og verið vel sótt. Biðlistar hafa verið á öll námskeið. Um 15-30 manns í hverri sumarguðsþjónustu sem er talsverð fjölgun á milli ára. Rekja má þessa fjölgun til tímasetningar. Umræður um sumarnámskeiðin jákvæðni í samfélaginu með námskeiðið og verðið. Einnig umræður um bæjarhátíðina í Túninu heima og tengingu sóknarinnar við hátíðina.
  3. Árni Heiðar organisti hefur dregið uppsögn sína til baka. Gera þarf breytingar á samningi.
  4. Fjárhagsáætlanir – starfsfólk sóknarinnar skili inn fjárhagsáætlun sem miðar að starfinu fram að áramótum. Áætlunin send framkvæmdastjóra fyrir 1. sept.
  5. Mosfellskirkja – ákveðið að halda opinn fund varðandi málefni framtíð Mosfellskirkju. Stefnt að fundinum í lok september. Bjóða bæjarstjóranum á fundinn sem og Bjarka Bjarnasyni. Auglýsa fundinn í Mosfellingi 19. september. Formaður sagði frá að framkvæmdastjóri óskaði eftir tilboði frá tveimur verkfræðistofum í kostnaðargreiningu vegna endurbóta á Mosfellskirkju. Sóknarnefnd samþykkti heimild fyrir allt að 800.000 í þetta verkefni og að það verði þrír aðilar sem gefi tilboð. Í viðbót við Eflu og Verkvist fá tilboð frá Verkvit.
    • Ástand kirkju
    • Drög að kostnaðaráætlun vegna viðgerða
    • Hugmyndir um framtíð – viðgerð – afhelgun – þátttaka Kjalnesingakórsins
  6. Viðhald eigna
    • Tröppur inn í skrúðhús í Lágafellskirkju – slá upp nýjum upphituðum tröppum. Örn Gunnarsson kannar ásamt Haraldi Sigurðssyni í sínu tengslaneti.
    • Anddyri – safnaðarheimili. Haraldi Sigurðssyni falið að leita tilboða í verkið.
  7. Útilýsing á kirkjum – fyrir liggur samþykki sóknarnefndar á endurbótum á útilýsingu kirkna. Nú stendur til að framkvæma. Kirkjuvörður er í samskiptum við Baldur Maack vegna verkefnisins. Framkvæmdastjóra falið að starfa einnig að verkefninu.
  8. Erindi frá Landssambandi blandaðra kóra – hvatt til kaupa kórbók sem hægt er að fá núna á 2000.- kr. Samþykki sóknarnefndar fyrir 50.000.- í verkefnið telji organisti þörf á.
  9. Prókúra fyrir framkvæmdastjóra – undirritun forms sem heimilar prókúruna. Undirritað á fundinum og sóknarnefnd staðfestir prófkúru nýs framkvæmdastjóra, Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur. Prókúra Haraldar Sigurðssonar fellur við það úr gildi.

Fundi slitið kl. 18:08

Fundargerð ritaði: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Bogi Benediktsson

17. september 2024 15:57

Deildu með vinum þínum