Kl. 13: Fjölskyldumessa í Lágafellskirkju – upphaf barnastarfsins. Skemmtileg stund í kirkjunni okkar fyrir alla fjölskylduna!
Mosfellingurinn og uppáhalds söngkona allra foreldra á Íslandi: Hafdís Huld verður með smá-tónleika í stundinni. Með henni verður Alisdair Wright, maðurinn hennar Hafdísar sem annast undirleik.
Umsjón: Sr. Henning Emil Magnússon og leiðtogar í barnastarfi.
Í lokin verður hressing í skrúðhúsi og krakkarnir fá friðarkórónu með sér heim í gjöf frá kirkjunni.
Sunnudagaskólinn verður svo á sínum stað, á sama tíma í allann vetur.
Verið hjartanlega velkomin til kirkju!
Bogi Benediktsson
7. september 2024 09:00