Næsta fimmtudag 11. apríl kl. 17 í safnaðarheimilinu verður íþrótta-úlfastund. Við höfum safnað að okkur ýmsu íþróttatengdu dóti sem við ætlum að sprila með. Úlfastundin hefst því með léttri upphitun, svo sitjumst við niður syngjum og heyrum íþróttatengda biblíusögu um Jesú. Áhersla er lögð á virkni barnanna á þessum úlfatíma. Skemmtun fyrir börnin og á meðan geta fullorðnir, ef þau treysta sér til, kíkt á foreldramorgna á 3. hæðinni. Þar er í boði spjall og hressing. Úlfastundin endar svo alltaf kl. 18issh með mat og samfélagi.
Ókeypis starf en skráning nauðsynleg upp á mat að gera inn á lagafellskirkja.is (sjá neðst í frétt eða skanna QR kóðann til að skrá)
Öll hjartanlega velkomin, stór og smá!
Bogi Benediktsson
9. apríl 2024 13:29