Í Gaman saman fimmtudaginn 1. febrúar kl. 14 – 16 kemur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur í heimsókn og heldur fyrirlestur.
Efni fyrirlestrarins verður sem hér segir:
Antarktíka
Að þessu sinni fer Ari Trausti með okkur til Eldlands-hluta Argentínu og þaðan um Suður-Íshafið til Suðurskautslandsins á sk. leiðangursskipi.
Siglt er fram með stærstum hluta Suðurskautslandsskagans en hann er sá hluti meginlandsins sem ber minnstan jökulís. Þar er margt að sjá, allt frá
mörgæsum og borgarís til hlébarðasela og rannsóknarmanna, við hverja landtökuna eftir aðra.
Fyrirlesturinn verður í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Heitt á könnunni og meðlæti.
Í vetur mun Lágafellssókn vera í samstarfi með félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ, taka þátt og vera hluti af starfinu Gaman saman. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir guðfræðingur mun leiða starfið fyrir hönd Lágafellssóknar. Við fáum í bland áhugaverða fyrirlesara, tónlistarfólk og aðra góða gesti í heimsókn. Samverurnar okkur mun fara fram annanhvern fimmtudag í safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3, þriðju hæð frá kl. 14-16 til skiptis við samverurnar að Eirhömrum.
Bogi Benediktsson
31. janúar 2024 10:29