Fimmtudaginn 14. desember í safnaðarheimilinu, Þverholti 3 verða síðustu samverurnar í foreldramorgnum og Gaman saman fyrir áramót. Samvernar hefjast svo aftur á nýju ári, fimmtudaginn 11. janúar 2024!
Foreldramorgnar kl. 10 – 12 opið hús, vöfflur með kaffinu og jólatónlist. Verið velkomin!
——————————————————————————————————————————————————
Í Gaman saman – starf eldri borgara kl. 14 – 16 ætlar Árni Heiðar Karlsson organisti Lágafellssóknar að spila jólalög og halda uppi góðri jólastemningu.
Bogi Benediktsson
12. desember 2023 10:56