Í 22 ár hefur starfað trúfastur hópur við Lágafellskirkju sem biður fyrir bænarefnum sem þeim hafa borist og eiga gott samfélag í kirkjunni okkar. Hópurinn hefur yfirleitt hist á þriðjudögum og á morgun, þriðjudaginn 17. október kl. 13 – 15, ætla þau að bjóða öllum velkomnum á stundina sem vilja.

Það er ávallt hægt að senda fyrirbænir hér fyrir neðan (nafnlaust) eða á lagafellskirkja@lagafellskirkja.is og beðið verður fyrir þeim á stundunum.

Umsjón með hópnum hefur Þórdís Ásgeirsdóttir djákni.

 

Beiðni um fyrirbæn

Nafn

Netfang

Sími

Erindi

Bænarefni