Aðal rúsínan í pylsu endanum haustönn 2023 verður LOKSINS landsmót ÆSKÞ helgina 13. – 15. október á EGILSSTÖÐUM. Nánari upplýsingar eru í vinnslu á vef ÆSKÞ en ATH: Upplýsingar um þátttökugjald og skráningarfrest eiga ekki við um æskulýðsfélagið ósoM.
Þátttökugjald: 15.900 kr. (innifalið er rúta, matur og gisting). Við skráningu þarf að borga 8.000 kr. staðfestingargjald (óafturkræft) en restina af gjaldinu: 7.900 kr. er best að greiða við brottför hjá leiðtoga en hægt er að semja um að borga rest í síðasta lagi í byrjun nóvember.
ATH: Lagt verður af stað á landsmót frá Bústaðakirkju föstudaginn 13. október kl. 8:30. Mæting hálftíma fyrr, kl. 8:00! Stoppað verður 1-3svar á leiðinni austur og því mikilvægt að koma með pening fyrir nesti… eða koma vel nestuð í rútuna sem keypt hefur verið áður á sparsamari máta (t.d. poka úr Bónus eða Krónunni með nesti fyrir rútuna/helgina).
Nauðsynlegt að taka með: Dýnu (ATH: tvíbreiðar vindsængur eru ekki leyfilegar nema að tveir sofi á vindsænginni), svefnpoka/sæng, kodda og lak. Ennfremur þarf að hafa meðferðis náttföt, tannbursta, föt til skiptanna, hlý útiföt, húfu, vettlinga og við mælum einnig með inniskóm. Hægt verður að fara í sund og íþróttahúsi að sprikla og því gott að taka með sér íþróttaföt, sundföt og handklæði.
Upplýsingar fyrir ferðina er bakvið þessa SMELLU…. og dagskrá mótsins er að finna HÉR!
Leiðtogarnir sem fylgja unglingunum og þau geta leitað til á mótinu verða Bogi og Petrína. Hákon Darri og Sigurður Óli verða einnig leiðtogar á mótinu en meira í öðrum verkum tengt landsmótinu.