Heilunarguðþjónusta verður í Lágafellskirkju fimmtud. 16. feb 2023 kl 20. Sr. Arndís Linn og Sr. Henning Emil Magnússon þjóna. Vígdís Steinþórsdóttir leiði hóp græðara sem veita persónulega heilun hverjum sem vill. Falleg tónlist og söngur á meðan heilunin fer fram. Sigrún Steingrímsdóttir organisti sér um tónlistina og Svava Ingólfsdóttir syngur hugljúf lög. Hvernig væri að gefa sjálfri/sjálfum sér þá gjöf að koma og taka þátt og upplifa andlega næringu í Lágafellskirkju? Öll eru hjartanlega velkomin