Kl. 13: Orgel sunnudagaskóli í Lágafellskirkju. Kveikjum á Betlehems kertinu og Þórður organisti sýnir okkur töfra orgelsins.
Syngjum saman til að koma okkur í jólagírinn, saga og grænu gjafirnar verða á sínum stað.
Kl. 20: Aðventukvöld í Lágafellskirkju. Báðir prestar leiða stundina og ræðu kvöldsins flytur Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, guðfræðingur.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Jóhannes Freyr Baldursson, syngur.
Kaffiveitingar eftir stundina í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3. hæð.
Allir hjartanlega velkomnir!
Bogi Benediktsson
1. desember 2022 09:00