Upplýsingasíða fyrir forráðamenn og þátttakendur. Best er að hafa samband viðkomandi æskulýðsfulltrúa hjá kirkjunni þinni. Æskulýðsfélögin í Hallgrímskirkju (Örkin), Árbæjarkirkju (saKÚL), Lágafellskirkju (ósoM) og Seljakirkju (Sela) hafa umsjón með helginni.
Skráning:
…Er hafin í ÞÍNU æskulýðsfélagi. Endilega mætið, takið þátt, spyrjið ykkar æskulýðsleiðtoga og skráið ykkur á æskulýðshelgina í Vindáshlíð… SEM FYRST =) Síðasti skráningarfrestur verður í vikunni á undan, 7. – 11. nóvember.
Þátttökugjald:
12.000 kr. á haus (fullt verð er 19.800 kr. þökk sé styrkjum frá sóknarnefndum, prófastsdæmum og velunnurum). Innifalið í gjaldinu er rúta, matur og gisting (og fjör)!
Brottför og koma:
Sjá dagskrá en gott er að mæta 15-30 mín fyrir brottför á brottfararstað.
Hvað á að taka með?
Meðferðis þarf að hafa svefnpoka/sæng, kodda og lak. Ennfremur þarf að hafa meðferðis náttföt, tannbursta, föt til skiptanna, hlý útiföt, húfu og vettlinga. Íþróttahúsið verður opið og því gott að taka með sér íþróttaföt. Yfir helgina er fjölbreytt dagskrá bæði innan- og utandyra og þurfa þátttakendur að hafa klæðnað eftir því. ATH: sjoppa verður á staðnum og því mikilvægt að taka með annaðhvort pening eða borga með AUR appinu. Og mikilvægt að taka með góða skapið =)
Dagskrá helgarinnar – birt með fyrirvara um breytingar
Föstudagur
17:00 Brottför frá Hallgrímskirkju (rúta A) & Seljakirkju (rúta B)
17:45 Brottför frá Lágafellskirkju (rúta A) & Árbæjarkirkju (rúta B)
18:15 – 18:45 Komið í Vindáshlíð og komum okkur fyrir (Leiðtogafundur í salnum)
19:30 Kvöldmatur og sjoppan opnar (verður opin í matartímum og frjálsa tímanum)
20:00 Mótssetning í íþróttahúsinu (Brennó: leiðtogar vs. unglingar)*
20:30 – Frjáls tími –
Íþróttahús: Leikir & fjör
Matsalur og setustofa uppi: Spil og spjall
Kvöldvökusalur niðri: Varúlfur & leikir
21:30 Kvöldvaka*
22:30 Kvöldhressing
23:00 Kvöldstund*
24:00 SvefnRó
Laugardagur
9:00 Vakning
9:30 Morgunmatur
10:00 Morgunstund: stuttmyndagerð með æskulýðsfélögunum*
12:00 Hádegismatur
13:00 Vindáshlíð Impossible!*
13:45 – Frjáls tími –
Úti: Skoðunarferð um svæðið og Frisbiegolf keppni
Íþróttahús: Leikir og orrusta
Kvöldvökusalur niðri: Karaoke
Matsalur: Brjóstsykursgerð
15:30 Hressing
16:00 Spurningakeppni æskulýðsfélaganna + frjáls tími
Kvöldvökusalur niðri: Spurningakeppni
Íþróttahús: Leikir og fjör
Matsalur: Spil og chill
18:00 Atriðakeppni æskulýðsfélaganna*
19:00 Kvöldmatur
20:30 Kvöldvaka + Kahoot spurningakeppni*
22:00 Ball með DJ Sverri
Kvöldvökusalur niðri: Ball
Matsalur og setustofa uppi: Spil, spjall og chill
23:30 Hressing
24:00 Kvöldstund í Sal*
01:00 SvefnRó
Sunnudagur
9:30 Vakning
10:00 Morgunstund í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð*
10:30 Brunch
11:00 Frágangur (pakka í töskur og taka til í herberginu sínu)*
11:30 Kveðjustund í íþróttahúsi
12:00 Brottför
12:45 Heimkoma í Lágafellskirkju (rúta A) & Árbæjarkirkju (rúta B)
13:30 Heimkoma í Hallgrímskirkju (rúta A) & Seljakirkju (rúta B)
*Skyldumæting er á alla stjörnumerkta viðburði*