Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Á foreldramorgnum gefst foreldrum og börnum þeirra tækifæri til að hittast í notalegu umhverfi, ræða saman, skiptast á skoðunum, fræðast og eignast vini. Þetta eru stundir sem stuðla kannski að því að rjúfa félagslega einangrun og mynda tengsl meðal jafningja. Í Safnaðarheimilinu eru leikföng, bækur, litir og fleira fyrir börnin og á hverjum morgni er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Umsjón: Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, guðfræðingur.