Æskulýðsfélagið ósoM stefnir á að fara með unglinga í 8. – 10. bekk á æskulýðsmót ÆSKR í Vatnaskógi helgina 11. – 13. mars 2022.
Þar verður svaka stuð með fullt af unglingum víðsvegar á landinu. Diskótek, íþróttahús, fræðslustundir, stórir rat/þrautaleikir, skemmtiatriði ofl.
Mikilvægt er að vera að dugleg að mæta í ósoM í febrúar & mars en skráningarfrestur er þriðjudagurinn 8. mars.
Þátttökugjald er: 6.000 kr. sem greiðist við skráningu.
Hægt er að nálgast upplýsingabækling og leyfisbréf (til að prenta út) sem þarf að skila inn HÉR. Nánari upplýsingar hjá Boga æskulýðsfulltrúa.