Öllu er afmörkuð stundog sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma.
Að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma,
að harma hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma,
að faðmast hefur sinn tíma og að halda sér frá faðmlögum hefur sinn tíma,
Gleðilegt nýtt ár, kæru Mosfellingar nær og fjær! Biblían er uppspretta góðrar visku sem talar oft vel inn í aðstæður okkar.
Safnaðarstarfið í Lágafellssókn tekur mið af aðstæðum í samfélaginu og sóttvarnar takmörkunum hverju sinni. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast vel með breytingum á safnaðarstarfinu inn á heimasíðunni okkar & fésbókar síðu. Undir Viðburðir er t.d. hægt að sjá hvað, hvar & hvenær safnaðarstarf er auglýst.
- Guðsþjónustur hefjast sunnudaginn 16. janúar 2022 – auglýst þegar nær dregur hvort það verði streymt eða á staðnum
- Sunnudagaskóli 9. janúar 2022 kl. 13 verður rafrænn – á heimasíðu og fésbókar síðu Lágafellskirkju
- Fermingarfræðslur – prestarnir hafa samband foreldra- og forráðamenn í gegnum netpóst hvernig því verður háttað
- Æskulýðsfélagið ósoM – hefst þriðjudaginn 18. janúar kl. 20. Auglýst þegar nær dregur hvort það verði rafrænn eða ,,lifandi“ fundur
- Foreldramorgnar – hefjast fimmtudaginn 20. janúar kl. 10 – 12. Dagskrá: Opið hús.
Bogi Benediktsson
6. janúar 2022 11:46