Bangsablessun+BLEIKUR+þakklætifyrirsunnudagaskólakennaradagurinn…Sunnudagaskóli
17. október kl. 13 í Lágafellskirkju
Það verður sunnudagaskóli í Lágafellskirkju á sama tíma og ávallt næstkomandi sunnudag. Þá verður ekki bara sunnudagskóli, heldur verður í boði að taka með bangsa, dúkkur eða tuskudýr og þau blessuð. Og við líka hvetjum alla til þess að mæta í bleiku ef þau vilja því það verður BLEIKT þema í tilefni af bleikum október!
…svo er líka skemmtileg staðreynd að þennan sunnudag er haldið upp á (í Bandaríkjunum) Þakklæti fyrir sunnudagaskólakennara daginn. Sem við ætlum bara að skella með í þennan hrærigraut því það er gaman.
Hlökkum til að sjá ykkur… og tuskudýrin!
Bogi Benediktsson
14. október 2021 16:06