Sunnudagaskóli kl. 13 og notaleg haustmessa kl. 20
Sunnudagurinn 19. september í Lágafellskirkju
16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Kveðjum sumarið með kvöld- og haustljóðum í notalegri stemningu í Lágafellskirkju kl. 20. Prestur: sr. Arndís Linn. Kvartett úr Karlakór Kjalnesinga syngur undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, organista. *hvetjum alla sem (lopa)vettlingi geta valdið að draga fram haust/lopapeysu upp á tilefnið.*
Minnum einnig á sunnudagaskóla kl. 13 fyrr um daginn í Lágafellskirkju. Söngur, brúðuleikrit, biblíusaga og krakkarnir fá grænar gjafir með sér heim. Umsjón: Bryndís, Sigurður Óli og Þórður. *hvetjum alla sem (lopa)vettlingi geta valdið að draga fram haust/lopapeysu upp á tilefnið.*
Verið velkomin til kirkju!
Bogi Benediktsson
16. september 2021 12:00