Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri. Foreldramorgnarnir hefjast aftur fimmtudaginn 18. mars kl. 10 – 12 og verða út maí í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3. hæð. Í Safnaðarheimilinu eru leikföng, bækur, litir og fleira fyrir börnin, og á hverjum morgni er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Einu sinni til tvisvar í mánuði er einhverskonar uppákoma, fyrirlestrar eða kynningar og þá yfirleitt eitthvað sem tengist börnum eða foreldrum á einhvern hátt, t.d. mataræði barna, slysavarnir í heimahúsum, sjálfsstyrking kvenna og margt, margt fleira.
Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir, djákni.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hægt er að fylgjat með foreldramorgnum á FACEBOOK undir Foreldramorgnar í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ