Sunnudagurinn 21. febrúar 2021 – Konudagurinn
Fyrsti sunnudagur í föstu
Við fögnum konudeginum í Lágafellskirkju sunnudaginn 21. febrúar með þátttöku kvenna.
Félagar úr Kvenfélagi Mosfellsbæjar taka virkan þátt, Sólveig Jensdóttir les og Vilborg Eiríksdóttir flytur hugvekju.
Í upphafi athafnar verður stúlkubarn skírt. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir söng undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.
Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið. Meðhjálpari er Bryndís Böðvarsdóttir.
Allar þekktar sóttvarnarreglur virtar, grímuskylda og tveggja metra regla.
Verið hjartanlega velkomin – þó að kirkjurýmið leyfir takmarkaðan fjölda og kannski færri sem komast að sem vilja.
Sunnudagaskóli kl. 13 í Lágafellskirkju. Foreldrar og börn sameinast í söng og gleði.
Sögð verður biblíusaga, brúðuleikrit og leikir. Börnin fá miða og fjársjóðskistu til að taka með heim.
Umsjón: Bogi, Petrína og Þórður.
Verið velkomin.
Bogi Benediktsson
18. febrúar 2021 10:14