Við opnum kirkjudyr Lágafellskirkju upp á gátt og bjóðum til guðsþjónustu! Velkomin!
Samkvæmt heimsíðu Heilbrigðisráðuneytisins er gefin undanþága á 20 manna fjöldatakmörkunum.
Þar segir :“ Trú og lífsskoðunarfélög: við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir“
Reglur um 2 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar.
Sunnudagsguðsþjónustur, sunnudagaskólinn, æskulýðsstarfið ósoM og annað safnaðarstarf getur því hafist aftur í rólegheitum. Og að sjálfsögðu eru allar þekktar sóttvarnarreglur virtar.
Fylgist endilega með hér á heimasíðunni.
Bogi Benediktsson
9. febrúar 2021 12:13