Næstkomandi sunnudag 6. desember, annar sunnudagur í aðventu, verður helgihaldið áfram rafrænt hjá okkur. Vegna faraldursins verður eitthvað í það að við getum hist í kirkjunum okkar. En við Lágafellssókn leitum fjölbreyttari leiða til þess að miðla boðskap jólanna áfram.
Sunnudagaskólinn verður að þessu sinni kl. 11 og verður deildur frá vinakirkjum okkar. Hægt er að sjá hann í spilaranum okkar hér fyrir neðan og á facebook síðu Lágafellskirkju.
Þjóðkirkjan og Rúv hafa í sameiningu á aðventunni ákveðið að bæði útvarpa guðsþjónustum kl. 11 frá Rás 1 (eins og venja er alla sunnudaga) heldur einnig taka upp en það verður sýnt í myndrænu formi kl. 13 á RÚV. Sýnt verður frá guðsþjónustu í Neskirkju en kirkjur landsins skiptast á. Við munum deila hlekk frá guðsþjónustunni á facebook síðu Lágafellssóknar.
Árlegt aðventukvöld í Lágafellskirkju kl. 20 verður rafrænt hér á heimasíðunni okkar og facebook. Hvetjum alla til þess að horfa á hugljúfa stund sem hefur skipað sér kærleiksríkan sess hjá mosfellingum. Umsjón: séra Sigurður Rúnar Ragnarsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söngkona og Þórður Sigurðsson, organisti.
Guð gefi ykkur góða aðventu.
Hér í spilaranum fyrir neðan kemur sunnudagaskólinn frá Lindakirkju, heim í stofu!
https://www.facebook.com/339956302685342/videos/211855650448050/
Aðventuguðsþjónusta kl. 13 í Neskirkju frá RÚV
Hlekkur: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/adventumessa-med-texta/31276/9a8lm2
Aðventukvöld Lágafellskirkju kl. 20
Umsjón: sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Tónlist: Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söngkona og Þórður Sigurðsson, organisti.
Bogi Benediktsson
4. desember 2020 11:12